Hér er matseðill skólans sem gengur fjórar vikur í senn. matseðill 2023-24
Í skólaeldhúsi Waldorfskólans er boðið upp á heitan mat í hádeginu og er eingöngu grænmetisfæði. Matseðill Waldorfskólans Sólstafa er m.a. byggður á að nýta hinar mismunandi korntegundir og reynt að fylgja árstíðabundinni íslenskri lífrænni grænmetisframleiðslu að mestu. Hver vikudagur hefur sína korntegund, sem er megin undirstaða máltíðar dagsins. Eldhús skólans vinnur með sjálfbærni og nýtni að leiðarljósi. Grænmetisgarður og ræktun er í skólanum og nýtir eldhúsið hráefnið að hausti.
Á mánudögum eru hrísgrjón, á þriðjudögum bygg, á miðvikudögum hirsi, á fimmtudögum hveit og á föstudögum rúgur. Með hverri máltíð fylgir grænmeti, ýmist ofnbakað, soðið eða hrátt. Meðlæti er salat, t.d. gulrótarsalat, gúrkusalat og blaðsalat, ýmsar fræ og hnetublöndur.
Salatsósur fylgja, jógúrtsósa og vegansósa. Einnig er sýrt grænmeti úr eldhúsi skólans oftast í boði líka.
Dæmi um hreyfanlegan matseðil:
Mánudagar: Hrísgrjónagrautur, hrísgrjón með elduðu grænmeti, hrísgrjónapottréttir
Þriðjudagar: grænmetisréttir, ofnréttir eða buff með byggi
Miðvikudagar: Hirsibuff, hirsi með elduðu grænmeti eða salati. Hirsigrautur með hindiberjum
Fimmtudagar: Pizza eða pastaréttir, lasagna ofl.
Föstudagar: Ýmislegar grænmetissúpur með heimabökuðu súrdeigs/rúg brauði
Grænmeti er sýrt í eldhúsinu að hausti og borðað sem meðlæti á vetrardögum.