Boðið er upp á viðveru í frístund í 2 klst og 40 mín að jafnaði á dag fyirr nemendur í 1-4.bekk skólans. Hluti viðveru er
að
morgni frá kl 8:00 til 8 :45. Viðvera er í boði eftir að skóla lýkur til kl 16:10. 1-2.bekkur byrjar
frístund kl 14:00 og er því 45 min. lengur en 3-4.bekkur.
Boðið er uppá síðdegishressingu um kl 15 daglega, sem er brauð og álegg, ávextir og drykkur.
Viðvera í frístund er til húsa í einni kennslustofu á neðri hæð skólans ( 66 fm), miðrými á
sömu hæð ( 60 fm) og einnig er viðveran úti að hausti og vori og oftar þegar veður leyfir.
Starf viðverunnar er leitt af kennarateymi yngra stigs, auk deildarstjóra sérkennslu og
starfsmenn eru skólaliðar og stuðningsaðilar sem einnig starfa með bekkjum yfir
skóladaginn.
Fjórir starfsmenn starfa í frístund skólaárið 2022-23 ásamt einum leiðbeinanda.
Leiðbeinandinn sem leiðir starfið daglega er með
meistaragráðu í félagsvísindum og hefur reynslu að starfa í æskulýðsstörfum. Aðrir
starfsmenn í frístund eru með tónlistar og myndlistarmenntun. – Mörg fjöltyngd börn eru í
skólanum og starfsfólk viðveru einnig og það er talað á íslensku, ensku, ítölsku, spænsku, pólsku og frönsku.
Starf frístundar skólans fylgir Waldorfskólastefnunni og er horft til margra þátta sem eru leiðandi í skólastarfinu, eins og
skapandi skólastarfs, útikennslu, frjáls leikjar og félagsþroska.
Í waldorfstefnunni segir um frjálsa leikinn: ,,Mikilvæga atriðið í sambandi við frjálsa leikinn er
að í honum felast endalaus tækifæri fyrir barnið til að tjá sig, til að framkvæma, til að skilja,
til að skapa, til að takast á við vanda, til að uppgötva, til að líkja eftir og síðan til að reyna allt
aftur og þannig að þroskast. Í þessu felast ótal möguleikar til að þróa sambandið við sjálfan
sig og umheiminn“.
Starfsáætlun frístundar-viðveru fyrir skólaárið 2022-23 Starfsáætlun frístund 22-23 1pdf