- Verum umburðarlynd og sýnum hvert öðru virðingu og hlýju.
- Göngum vel um skólann og umhverfi hans.
- Hlýtum verkstjórn kennara og starfsfólks skólans.
- Verum stundvís og sinnum verkefnum okkar af alúð.
- Snjallsímtæki eru ekki leyfð á skólatíma nema með leyfi kennara.
- Komum ekki með sælgæti og gosdrykki í skólann.
- Sýnum vistvernd í verki í öllu starfi skólans.
Samsöngur er alltaf á morgnana fyrir aðalkennslustund. Kennarar heilsa ávallt nemendum sínum, hverjum og einum, við upphaf kennslustundar.
Nemendur eru hvattir til að sýna sjálfstæð, skapandi vinnubrögð í öllum námsgreinum.