Tekið er á vandamálum í sambandi við einelti eða ofbeldi í nánu samstarfi við forráðamenn.
1. Með fyrirmynd kennara og starfsfólks skólans.
2. Með inngripi í umhverfi, aðstæður og félagsleg samskipti einstaklinga og hópsins sem um ræðir.
3. Með viðtölum og beinum leiðbeiningum við gerendur og þolendur og forráðamenn.
Samvinna heimilis og skóla er lykillinn að árangri í glímunni við einelti. Við biðjum forráðamenn að upplýsa starfsfólk skólans um jafnt lítil sem stór vandamál er nemandi á í erfiðleikum félagslega í skólanum. Kennarar og starfsfólk skólans vinna einstaklingsbundna eineltisáætlun fyrir hvert vandamál, þar er bekkjarkennarinn fulltrúi nemandans. Kennarar og starfsfólk skólans vinna með félagsmótun bekkja og forvarnir til þess að koma í veg fyrir einelti. Það er gert með umræðum, hópleikjum og samvinnu inn í bekkjum. Forvarnarstarf er framkvæmt af hverjum bekkjarkennara fyrir sig í gegnum félagsmótun og námsefni. Einnig eru alltaf starfsmenn úti í löngu frímínútunum til að fylgjast með, vera styðjandi og stinga upp á og koma af stað hópleikjum. Komi upp eineltismál er stuðst við eineltisáætlun skólans og leitað leiða til að leysa málið.
Eineltisáætlun Waldorfskólans Sólstafa Eineltisáætlun 2015.pdf
Verklagsreglur Skóla- og frístundasviðs Reykjarvíkur má nálgast hér https://reykjavik.is/sites/default/files/verklagsreglur32012.pdf