Hjarta skólastofunnar í Waldorfskólanum er krítartaflan. Hún er menntunartæki sem gerir kennaranum kleift að skapa sínar eigin fagurfræðilegu og fræðandi myndir úr námsefninu. Þar birtist frásagnarefnið myndrænt, þar er orðum breytt í mynd.
Waldorfskólinn er einn af fáum menntastofnunum þar sem krítartafla er enn notuð sem svið fyrir þekkingu. Listræn vinna kennarans á töfluna fær að vera upplýsandi kraftur og þessum myndum, sem ekki finnast annarsstaðar, er miðlað til nemenda sem listrænni innsýn og vekur forvitni og skapar grundvöll fyrir nýja nálgun á námsefnið og hvetur jafnframt nemandann til að finna sína eigin listrænu útfærslu og skapandi kraft.