Jólabasar verður haldinn þann 3. nóvember
Share8Tweet8 Shares


Þann 31. október verður haldin Hrekkjarvaka í skólanum. Líkt og undanfarin ár mæta nemendur og kennarar í búningi í tilefni dagsins, skreyta stofur, skera út grasker og fara jafnvel í limbó. Miðstig og unglingastig skólans munu bregða sér af bæ og læra að dansa við lag Michael Jackson „Thriller“ hjá kennurum Dansgarðsins. https://www.dansgardurinn.com ShareTweet0 Shares
Marja Ros-Pehrson heldur fyrirlestur um skólanámskrá Waldorfskólanna, en Marja er líffræðingur og kennari að mennt. Hún hefur starfað sem umsjónarkennari og fagkennari ásamt því að kenna við Waldorfkennaraskólann í Bromma. Það er mikill fengur að fá hana hingað til okkar í Sóltúnið en hún hefur ferðast um heim allan við að halda fyrirlestra um Waldorfstefnuna.…
Laugadaginn 8. september milli kl 09:00-15:00 er vinnudagur foreldra í Waldorfskólanum. Foreldrar taka þátt í að betrumbæta og fegra skólalóðina og njóta samverunnar. Verkefnin eru ýmis, meðal annars hin klassíska yfirferð á völundarhúsinu, hleðsla á bálstæði í útikennslustofu, yfirferð á hengibrú, almenn tiltekt á lóð og maling á nokkrum innihurðum. Mæta með nesti, hanska, vera…
Skólasetning verður kl 11:00 í Sóltúni 6, þann 22. ágúst. Skóladagatal fyrir skólaárið 2018-2019 er komin inn á vefsíðuna. Sjá hér: https://waldorf.is/skoladagatal/ Share7Tweet7 Shares
Í dag fengu nemendur á elsta stigi heimsókn frá Finlandi. Kátt var á skólalóðinni en nemendur í 7. bekk kenndu þeim brennibolta sem sló rækilega í gegn. Fyrirhugað er að bekkirnir fari saman í fjallgöngu á Esjuna nk. fimmtudag. Vefsíða skólans má skoða hér: http://www.rovaniemensteinerkoulu.fi Share9Tweet9 Shares
Þann 28. apríl var vinnudagur foreldra. Á hverju ári taka foreldrar nemenda þátt í að fegra og betrumbæta skólalóðina. Í ár voru ma. tré og runnar færðir til, rusl týnt af skólalóðinni, hellulögn endurbætt, trédrumbar voru settir niður til að búa til leikfleti og völundarhúsið lagað. Share8Tweet8 Shares
Mánudagur til miðvikudags í næstu viku eru þemadagar í skólanum og verða allskyns verkefni sem tengjast hreyfingu og heilsu tekin fyrir í bekkjunum og þvert á aldur. Þemadagar eru frá 11-14:40 en aðalkennslustund er eins og venjulega. Á mánudag ætlum við öll að fara í Nauthólsvík frá kl 11;00 og nemendur mega því koma með…
Það er komið páskafrí og mun skólastarfið hefjast að nýju miðvikudaginn 4. apríl. ShareTweet0 Shares