Sumarhátíð Sólstafa frá kl 16:00-18:00 þann 31. maí
ShareTweet0 Shares
Í dag fengu nemendur á elsta stigi heimsókn frá Finlandi. Kátt var á skólalóðinni en nemendur í 7. bekk kenndu þeim brennibolta sem sló rækilega í gegn. Fyrirhugað er að bekkirnir fari saman í fjallgöngu á Esjuna nk. fimmtudag. Vefsíða skólans má skoða hér: http://www.rovaniemensteinerkoulu.fi Share9Tweet9 Shares
Þann 28. apríl var vinnudagur foreldra. Á hverju ári taka foreldrar nemenda þátt í að fegra og betrumbæta skólalóðina. Í ár voru ma. tré og runnar færðir til, rusl týnt af skólalóðinni, hellulögn endurbætt, trédrumbar voru settir niður til að búa til leikfleti og völundarhúsið lagað. Share8Tweet8 Shares
Mánudagur til miðvikudags í næstu viku eru þemadagar í skólanum og verða allskyns verkefni sem tengjast hreyfingu og heilsu tekin fyrir í bekkjunum og þvert á aldur. Þemadagar eru frá 11-14:40 en aðalkennslustund er eins og venjulega. Á mánudag ætlum við öll að fara í Nauthólsvík frá kl 11;00 og nemendur mega því koma með…
Það er komið páskafrí og mun skólastarfið hefjast að nýju miðvikudaginn 4. apríl. ShareTweet0 Shares
Share292Tweet292 Shares
Þann 24. febrúar næstkomandi verður opið hús í Waldorfskólanum. Foreldrar og forráðamenn sem hafa hug á að sækja um í grunnskólanum okkar eru velkomnir að hitta kennara allra skólastiga. Opið er frá 12:00-14:00. Share34Tweet34 Shares
Hinn 26. janúar nk. er Skákdagur Íslands haldinn um land allt. Skákdagurinn er haldinn á fæðingardegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Friðrik, sem nú verður 78 ára var lengi var meðal bestu skákmanna heims. Nemendur Waldorskólans munu taka þátt í Skákdeginum og tefla frá klukkan 11:00. Share6Tweet6 Shares