Ylfa og Dísa komust áfram í handritasamkeppni
Share292Tweet292 Shares
Share292Tweet292 Shares
Þann 24. febrúar næstkomandi verður opið hús í Waldorfskólanum. Foreldrar og forráðamenn sem hafa hug á að sækja um í grunnskólanum okkar eru velkomnir að hitta kennara allra skólastiga. Opið er frá 12:00-14:00. Share34Tweet34 Shares
Hinn 26. janúar nk. er Skákdagur Íslands haldinn um land allt. Skákdagurinn er haldinn á fæðingardegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Friðrik, sem nú verður 78 ára var lengi var meðal bestu skákmanna heims. Nemendur Waldorskólans munu taka þátt í Skákdeginum og tefla frá klukkan 11:00. Share6Tweet6 Shares
Nemendur lærðu um helstu gróðurflokka Íslands, blóma- og berfrævinga, byrkinga, elftingar, sveppir, fléttur, skófir, grænþörunga og mosa. Námið fór fram innan sem utan kennslustofunnar, á vettvangi þess vistkerfis sem gróður vex í. Unnið var með námsefnið sjálfstætt og í hópavinnu. Kennslan byggðist á innlögn kennara og athugun nemenda og kennara í sameiningu á viðfangsefni hvers dags. Nemendur teiknuðu og skrifuð í aðalkennslubækur ásamt því að skrásetja athuganir sínar í náttúrubók. Á hverjum morgni var máluð mynd af valinni plöntu. Nemendur settu upp sýningu á eigin verkum í Gallerí Anddyri.
Kæru vinir Við í Waldorfskólanum Sólstöfum óskum ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar og gæfuríks komandi árs. Þökkum gott samstarf á árinu sem er að líða. Kennarar og starfsfólk leik- og grunnskólans ShareTweet0 Shares