Dagskrá Waldorfskólans Sólstafa vorönn 2024
Hér má nálgast yfirlit yfir frídaga, skerta daga og það sem er á döfinni á vorönn 2024 í skólanum. Waldorfskólinn Sólstafir vorönn dagskrá …
Hér má nálgast yfirlit yfir frídaga, skerta daga og það sem er á döfinni á vorönn 2024 í skólanum. Waldorfskólinn Sólstafir vorönn dagskrá …
Síðasti skóladagur fyrir jólafrí er miðvikudaginn 20. desember nk. en þá eru litlu jól frá kl 9:00 – 11:00. Frístund skólans verður opin milli 8:00 -9:00 og 11:00 – 12:00 fyrir þá sem þess þurfa. Skóladeginum lýkur á hádegi. Skólastarfið hefst síðan að nýju fimmtudaginn 4, janúar 2024. Kennarar og starfsfólk skólans óska ykkur öllum…
Nú er lífsleiknivika skólans framundan. Þá flytjum við skólastarfið okkar í grenndarskóginn okkar í Öskjuhlíð í fjóra daga. Þar er unnið í útinámi og eldað og leikið í eltingaleik sem tekur nokkra daga. Hér er slóð á texta um lífsleikniviku skólans. lífsleikni og drekaleikur ShareTweet0 Shares
Kæru nemendur, foreldrar og fjölskyldur Waldorfskólans Sólstafa Skólasetning verður þann 22. ágúst nk. hér í Sóltúninu kl 11:00 árdegis. Við ætlum að byrja skólasetninguna utandyra eins og venja er, bjóða nýja nemendur, kennara og starfsfólk velkomið og síðan taka bekkjarkennarar á móti sínum hópum í heimastofum á eftir. Skólasetningu lýkur um kl 12:30 þennan…
Skólaslit Waldorfskólans Sólstafa verða þann 6. júní n.k. kl 11:00 í Háteigskirkju. Við biðjum alla að vera tímanlega í kirkjunni og mun athöfnin taka um klukkustund. Ennfremur biðjum við foreldra að kíkja við í skólanum í vikunni og taka föt og yfirhafnir barnanna heim. Við kennarar skólans þökkum foreldrum gott og gjöfult samstarf á skólaárinu.…
Miðvikudaginn 19. apríl lýkur skóladeginum kl 12.00 á hádegi vegna útfarar Magdalenu Helgu Óskarsdóttur sem er einn af frumkvöðlum Waldorfstefnunnar á Íslandi og var einn af stofnendum Waldorfskólans Sólstafa. Helga starfaði við skólann frá 1994-2020 og lagði grunn að því mikla skapandi starfi sem fram fer hér í skólanum í dag. Kennarar og starfsfólk skólans…
Nú er páskafrí skólans að hefjast og við óskum öllum gleðilegra páska. Þemadagar hafa verði í skólanum og skákmót bæði í yngri og eldri árgöngum. Mikill áhugi er á skákinni og var fylgst með leikjum af áhuga. Skólinn hefst að nýju þriðjudaginn 11. apríl skv. stundaskrá. ShareTweet0 Shares
Innritun stendur yfir fyrir 1.bekk á næsta skólaári 2023-2024. Umsóknareyðublað er hér: https://waldorf.is/grunnskolinn/umsokn-um-grunnskolavist/ kynning waldorfstefnan ShareTweet0 Shares
Hvað er Marteinsmessa ? Nú er ein hátíð Waldorfskólans. Marteinsmessa eða luktarhátíð, á föstudaginn kemur, þann 11. nóvember. Þá er gaman að segja frá því hver er tilgangur þessarar fallegu hátíðar í skólastarfinu okkar. Frá Frakklandi kemur sagan af heilögum Marteini, sem var ungur maður sem fór í gegnum borgarhlið í borginni Tours…
Skólasetning Waldorfskólans Sólstafa verður mánudaginn 22. ágúst n.k. hér í Sóltúni 6 kl. 11:00. Skóladagatal fyrir skólaárið 2022-2023 er að finna hér á heimasíðunni og stundatöflur fyrir bekkjarhópa koma inn nú í vikulok. Hlökkum til að sjá ykkur öll og hefja skólastarfið að nýju! ShareTweet0 Shares