Waldorfskólinn Sólstafir er off-venu staður á Airwaves í ár. Listamenn frá Íslandi og Norðurlöndunum taka þátt. Þáttaka í hátíðinni er tilraun skólan til þess að auka við fjölbreytileika í tónlistarmenningu skólans.
Tónlistarkennsla í grunnskóla á að efla næmi nemenda og þekkingu á frumþáttum tónlistar; tónhæð, tónlengd, blæ, styrk, hljómum, túlkun og formi, til þess að þeir geti myndað sér skoðun á ólíkum stíl tónlistar, geti gert sér grein fyrir gildi hennar í eigin menningu og lífi og notið hennar á uppbyggilegan, markvissan og persónulegan hátt.