Laugadaginn 8. september milli kl 09:00-15:00 er vinnudagur foreldra í Waldorfskólanum. Foreldrar taka þátt í að betrumbæta og fegra skólalóðina og njóta samverunnar. Verkefnin eru ýmis, meðal annars hin klassíska yfirferð á völundarhúsinu, hleðsla á bálstæði í útikennslustofu, yfirferð á hengibrú, almenn tiltekt á lóð og maling á nokkrum innihurðum. Mæta með nesti, hanska, vera í köflóttum vinnuskyrtum, stuttbuxum og ekki gleyma góða skapinu. Vonumst til að sjá sem flesta!