Mánudagur til miðvikudags í næstu viku eru þemadagar í skólanum og verða allskyns verkefni sem tengjast hreyfingu og heilsu tekin fyrir í bekkjunum og þvert á aldur. Þemadagar eru frá 11-14:40 en aðalkennslustund er eins og venjulega.
Á mánudag ætlum við öll að fara í Nauthólsvík frá kl 11;00 og nemendur mega því koma með sundföt. Við ætlum að grilla þar og verða bæði pylsur og vegan pylsur í boði. Við verðum til kl 14:00 á ströndinni í leikjum og blaki og komum svo heim í skólann.
Á þriðjudag eru ýmis verkefni í bekkjunum, safagerð, grænmetissushi, leikir og frjálsar íþróttir.
Á miðvikudag fara 5-10.bekkur í Gufunes, í miðstöð útivistar og útináms í klifur, rathlaup og útieldun.
Yngri bekkirnir verða á grenndarsvæði skólans í Öskjuhlíð í útinámi og hreyfingu.