Samkvæmt tilmælum Landlæknisembættisins og ákvörðunum menntayfirvalda varðandi skólastarf grunnskóla næstu fjórar vikur verður skólahaldi haldið áfram svo framarlega sem það er hægt miðað við þau skilyrði sem okkur eru sett vegna samgöngubanns.
Ennfremur hefur verið ákveðið að halda starfsdag í grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu á mánudaginn til að stjórnendur og starfsmenn geti skipulagt skólastarfið sem best vegna kórónuveirunnar.
Waldorfskólinn mun einnig taka þann starfsdag.
Nemendur mæta því að öllu óbreyttu í skólann samkvæmt stundaskrá á þriðjudag og munum við senda út bréf á mánudaginn kemur, þar sem fram koma þær breytingar á starfinu sem við verðum að grípa til svo hægt sé að framfylgja tilmælum yfirvalda.
Við biðjum foreldra að sýna samvinnu og þolinmæði og jafnframt að fara eftir leiðbeiningum Landlæknis svo allt gangi sem best á næstu vikum og teljum okkur vera nokkuð vel í stakk búin til að takast á við þessar aðstæður hér í skólanum.
Next monday the school is closed to enable the teachers to organize the coming weeks due to the restrictions put on the schools for next four weeks because of the Covid-19 outbreak. We will send information on Monday concerning the measures we need to take. Students return to school on Tuesday as usual.
Bestu kveðjur
Stjórn og kennarar Waldorfskólans Sólstafa