Skólaslit verða í skólanum þann 9. júní n.k.
Vegna sóttvarnarreglna getum við því miður ekki haldið skólaslit með alla nemendur í sama rými í ár.
Hjá 1-9. bekk verða skólaslit kl 09:30 í Sóltúni 6 og verða þau með sama sniði og í fyrravor.
Hver bekkur verður í sinni heimastofu með umsjónarkennara og tekur við vitnisburði fyrir veturinn.
Síðan hittum við foreldra við skólahúsið um kl 10:00 og gleðjumst saman með veitingar og söng.
Hjá 10.bekk verður útskriftarathöfnin í Laugarneskirkju, stundvíslega kl 11:00. Síðan verður farið yfir í Sóltúnið og sýning á lokaverkefnum 10.bekkjar skoðuð.
Gestir útskriftarhóps eru beðnir að skrá upplýsingar vegna sóttvarna í fordyri kirkjunnar áður en sest er í athöfninni, vera með grímur og virða fjarlægðarmörk. Mælst er til þess að hver útskriftarnemi taki ekki fleiri en fjóra með sér á skólaslitin.