Kæru nemendur, foreldrar og fjölskyldur Waldorfskólans Sólstafa
Skólasetning verður þann 22. ágúst nk. hér í Sóltúninu kl 11:00 árdegis. Við ætlum að byrja skólasetninguna utandyra eins og venja er, bjóða nýja nemendur, kennara og starfsfólk velkomið og síðan taka bekkjarkennarar á móti sínum hópum í heimastofum á eftir. Skólasetningu lýkur um kl 12:30 þennan dag en síðan hefst skólastarfið 23. ágúst samkvæmt stundaskrá. Skóladagatalið er komið á heimasíðuna og stundaskrár bekkja verða birtar þar í lok næstu viku.
Við voum að allir hafi átt dásemdarsumar og erum full tilhlökkunar að byrja nýtt skólaár með ykkur öllum!