Skólareglur Waldorfskólans Sólstafa
- Við sýnum hvert öðru virðingu, umburðarlyndi og hlýju og hjálpumst öll að við að gleðja hvert annað.
- Skólinn er okkar annað heimili. Við göngum vel um hann og umhverfi hans.
- Nemendur og starfsfólk eru stundvís og sinna öllum verkefnum af alúð. Við tökum virkan þátt í öllu því sem skólinn býður upp á.
- Kennarar og starfsfólk skólans bera hag allra nemenda fyrir brjósti. Við förum eftir fyrirmælum og ábendingum starfsfólks skólans svo okkur líði öllum vel.
- Við virðum persónulegar eigur annarra í skólanum.
- Við förum ekki út af skólalóð nema í fylgd með kennurum og starfsfólki eða með leyfi kennara.
- Símar og önnur snjalltæki eru ekki leyfð til einkanota á skólatíma. Snalltæki má nýta í námi með leyfi kennara.
- Við komum ekki með sælgæti og gosdrykki í skólann.
Við erum í skólanum til að læra og þroskast saman. Nemendur eru hvattir til að sýna sjálfstæði og skapandi vinnubrögð í öllu skólastarfi.
Nemendur eiga rétt á að láta rödd sína heyrast. Starfsfólk skólans er ávallt opið fyrir öllum ábendingum og umræðu við nemendur.
Nemendur og starfsfólk skólans mynda í sameiningu skólasamfélag sem er styðjandi við hvern og einn og þar sem hæfileikar allra fá að vaxa og blómstra.
Reglur um skólasókn: skólasóknarreglur 23-24