Í næstu viku er öskudagur þann 5. mars. Dagurinn er skertur skóladagur og lýkur skóladeginum kl 12.30 hjá öllum bekkjum.
Hefð er fyrir þvi i skólanum að hafa öskudags skrall eftir aðalkennslu þann dag og mæta nemendur og kennarar í búningum, slá köttinn úr tunnunni og skemmta sér við leiki og dans til hádegis.
Margir eru svo á leiðinni að syngja fyrir afgreiðslufólk verslana eftir hádegið og safna í sælgætispokann.
Kennarar nýta restina af deginum í fundarhöld og undirbúning.