Á jólamarkaðinum, laugardaginn 2. nóvember milli klukkan 13:00-14:00 ætlar sænski kokkurinn okkar, Johan að vera með ör-námskeið í súrkálsgerð. Súrkálsgerðin er til styrktar skólastarfsins og verður súrkálið selt eftir kílóaverði. Áhugasamir þurfa að koma með hreinar glerkrukkur með sér. Johan er mikill áhugamaður um súrsun og hefur haldið námskeið m.a. í Järna hjá Skillebyholm.