Þann 11. nóvember er Luktarhátíð skólans og munu yngri nemendur og miðstig ganga með luktirnar sínar í morgunsárið og syngja.
Venja er að fara að hjúkrunarheimilinu Sóltúni og syngja fyrir íbúa þar nokkur lög.
Unglingastig skólans ákvað að styrkja gott málefni í tilefni af Marteinsmessu og safna þau dýradóti og dýrafóðri fyrir Dýrahjálp (fyrir hunda, ketti, kanínur og hamstra/mýs).
Ef þið eigið eitthvað í geymslunni sem þið eruð hætt að nota, má koma með það á efri hæðina í stofu 6.-7.bekkjar í vikunni. (T.d. bæli, búr, teppi, púðar, ólar o.s.frv.)


Hér er lítil hugvekja um Marteinsmessu þann 11. nóvember: 


