Leikskólakennari óskast á Waldorfleikskólann Sólstafi
í Sóltúni 6, 105 Reykjavik
Við óskum eftir að ráða starfsfólk á Waldorfleikskólann Sólstafi. Ertu knúsari,
fyrirmynd og afar brosmildur einstaklingur? Ertu í þokkabót stundvís, hraust,
heiðarlegur og handlaginn? Þá ertu rétta manneskjan til að starfa á
Waldorfleikskólanum Sólstöfum með yngstu börnum okkar. Unnið er eftir stefnu
Rudolfs Steiner með áherslu á hollan mat, útiveru og einstaklingsmiðað uppeldi.
Í yngsta hópnum eru 16 börn á aldrinum eins og hálfs árs til tveggja og hálfs árs.
Vinnutíminn er frá 9.00 – 16.42. Leikskólinn er glærnýr og sérstaklega fallega
innréttaður. Það er pláss fyrir 75 börn á leikskólnum og rekum við samhliða grunnskóla
með 100 börnum.
Hvað gerir okkur sérstök?
Sérstaklega skemmtilegur og alþjóðlegur hópur af duglegu og góðu starfsfólki
Frábær foreldrahópur
Smekklegt og fallegt húsnæði
Risastór náttúruleg lóð
Möguleiki til að láta sína hugmyndir blómstra
Flottir yfirmenn sem eru alltaf til í að hlusta á allt
Hvað bjóðum við?
Laun eftir kjarasamningum
Frítt lifrænt grænmetisfæði
Lokað á milli jóla og nýárs
Möguleiki að vinna sér inn 6 aukafrídaga
Regluleg endurmenntun af Waldorfuppeldisfræði
Góður afsláttur fyrir starfsmannabörn
Staðsetning í miðri Reykjavikurborg
Kröfur?
Menntun eða reynsla af starfi með börnum kostur.
Mikill kostur að hafa bakgrunn í Waldorfuppeldisfræði eða mikinn áhuga.
Hafir þú áhuga og ert íslenskumælandi endilega sendu okkur ferilskrá á
netfangið leikskolinnsolstafir@gmail.com.
Ef það eru einhverju spurningar endilega hafið þið samband í síma 557-1110