Hinn árlegi jólabasar Waldorfskólans Sólstafa er núna næstkomandi laugardag hér í skólanum.
Basarinn opnar kl 13 og stendur til kl.16.
Í ár er basarinn með aðeins öðru sniði og áherslan á kökur og ýmislegt matarkyns, svo sem súrsað grænmeti, sultur og annað góðgæti. Einnig verður til sölu handverk frá foreldrum og verslunin Bambus verður á staðnum með fallegar Waldorf vörur og leikföng.
Kaffihús skólans verður á sínum stað og sjá foreldrar skólans um að sinna afgreiðslu þar. Leikskólinn okkar verður með piparkökuskreytingar fyrir börnin í einni skólastofu og svo svífur jólaandinn að sjálfsögðu yfir Sóltúninu og nýja skólahúsinu. Allir eru hjartanlega velkomnir, ungir sem aldnir og við ætlum að eiga enn einn dásamlegan basardag hér í skólanum okkar.