Sjálfsvirknileikskólakennarans sjálfs er áríðandi fyrir það verkefni að örva sjálfsvirkni barnsins. Þetta tekur á sig ýmsar myndir en út frá sérstöku kennslufræðilegu sjónarhorni sést að mismunandi áfangar barnæsku og unglingsára krefjast þessa af kennaranum á ólíka vegu. Á fyrstu árum sínum gerir barnið ráð fyrir því umhugsunarlaust að heimurinn sé góður og fullur af merkingu.
Upplifun barnsins
Allt sem barnið upplifir hefur mótandi áhrif á vaxtar- og þroskaferlið, sérstaklega hvað varðar hreyfingu og samhæfingu, málþroska og samþættingu skynjunar og skilnings. Verkefni hins fullorðna og kennarans er að tryggja að námsumhverfi barnsins sé uppbyggt á meðvitaðan og ákveðinn hátt og að skynáhrifin sem barnið verður fyrir séu í samræmi við þroskaþarfir þess. Þessa “næringu” þarf því að undirbúa og setja í samhengi. Þetta þýðir, til dæmis, að þau efni sem barnið kemst í snertingu við ættu að búa yfir góðum og fjölbreyttum eiginleikum. Þetta þýðir líka að það sem barnið upplifir ætti að vera raunverulegt en ekki sýndarveruleiki. Málfarið sem barnið heyrir ætti að vera eðlilegt, bæði í þeim skilningi að það ætti að vera “flutt á staðum” en ekki flutt með rafeindatækni og í þeim skilningi að það ætti að vera auðugt talmál og skýrt borið fram. Starfið ætti að tengjast á hagnýtan hátt daglegu lífi barnsins og breytingum árstíðanna með daglegri og vikulegri hrynjandi sem veitir barninu tilfinningu fyrir samfelldni og stefnumörkun.
Örvun með athöfn
Það er eðli hins unga barns að taka þátt en ekki að velta hlutunum fyrir sér. Þess vegna er það ekki vitsmunaleg færni sem þarf að örva heldur öll tilvera barnsins með athöfnum. Þessar athafnir þurfa að falla inn í merkingarfullt samhengi í stað þess að vera tilviljanakenndar eða óhlutstæðar – með öðrum orðum, samhengislausar. Hin undirskilda kennsluaðferð er að skapa samhengi þar sem allt hefur sinn tíma, stað og tilgang og sem notar meðfædda hæfileika barnsins til að herma eftir.