Byrjað var á hönnunarvinnu með því að koma af stað umræðu og pælingum um litatóna og efnivið fyrri hönnunarvinnu. Margar góðar hugmyndir spruttu fram en sameiginleg ákvörðun var um að nota pappír. Nemendur bjuggu til pappamassa með því að rífa niður dagblöð nokkuð smátt og leggja í bleyti í tvo daga. Blöndunni var í framhaldinu hellt í gegnum sigti og vatnið varlega kreist úr. Pappírinn lagður í stóra fötu og hrært í með borvél, múrhræru og höndunum. Hveiti bætt út í blöndunina sem nemendur mótuðu í skálar og skreyttu.