Fimmtudaginn 25. september kl 18:00 – 20:00 verður Waldorfkennarinn Godi Keller með fyrirlestur og umræður hér í skólanum fyrir foreldra og aðra áhugasama. Fyrirlesturinn fer fram á efri hæð skólans.
Í fyrirlestrinum mun Godi meðal annars beina sjónum að unglingsárunum og þeim þörfum og áskorunum sem fylgja þeim aldri, auk þess að ræða hugtakið lífshæfni.
Godi starfaði í Waldorfskólum í Noregi í yfir þrjá áratugi og hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á uppeldisfræðinni
sem hann deilir með þeim skólum sem hann heimsækir, bæði sem ráðgjafi fyrir kennara og foreldra.
Mikilvægasta markmið uppeldisins kallar hann “lífshæfni”, sem þýðir meðal annars að styrkja sjálfstraust barna, vekja áhuga, glæða hugrekki og efla þrautseigju til að takast á við lífið.
Við hvetjum foreldra barna á öllum aldri til að koma og hlusta a Godi og taka þátt í samtalinu. Fyrirlesturinn hans mun án efa veita okkur innblástur til að skapa aðstæður í leikskólanum, skólanum og heima sem hjálpa börnunum að þroska lífshæfni sína.
Við bjóðum ykkur öll velkomin og vonumst til að sjá ykkur sem flest!
Fyrirlesturinn verður á ensku og er ókeypis.





