Nemendur í 2. og 3. bekk kynnast ævisögu Frans frá Assísi. Um uppvaxtarár hans í miðaldarþorpinu Assisi, andlega vakningu hans og fram að dauðadags.
Frans, eða Fransiskus var sonur ríks kaupsýslumans. Hann lifði í vellystingum framan af. Ungur fór hann í stríð með félögum sínum til nágrannaborgarinnar Perugia en beið ósigur og var hnepptur ásamt eftirlifendum í varðhald og var látinn dúsa í fangelsisholu í heilt ár. Þegar stríðsfélögunum var sleppt úr haldi upplifði hann regnið falla á hörund sitt, ferskann vindinn blása um andlit sitt og hita sólarinnar. Upp frá því nefndi hann sólina Systir mín sólin, bróðir minn vindurinn og svo framvegis. Fljótlega afneitaði hann veraldlegum auð og upplifði andlega vakningu.
Vakningin átti sér stað í gegnum náttúruna og með því að fylgast með smáfuglunum og plöntur blómstra og dafna fyrir tilstilli Guðs. Ýmsar dæmisögur eru til um Frans frá Assísi, frægust er „the bird sermon“ þar sem hann fer út á akurinn og heldur ræðu fyrir fuglana. Önnur er „Úlfurinn í Grubbío“. Hér temur Frans úlf sem hafði herjað á þorpsbúa.
Ævi Frans er kjörin til að samþætta kennsluhætti svo sem lífsleikni, íslensku, leikræna tjáningu og söng.