Nemendur í 3. og 4. bekk lærðu um árabátaöld og líf og starf vinnumanna fyrr á tímum er þeir voru sendir landshluta á milli til að róa til fiskjar. Textar og myndir voru unnar í aðalkennslubækur ásamt því að læra hnúta og einfalda netagerð. Vettvangsferð var farinn í Hampiðjuna og kynntust nemendur íslenskri nútíma netagerð.