Mikjálsmessa / Uppskeruhátið
Þriðjudaginn 29. september næstkomandi er uppskeruhátíð leikskólans. Hvert barn má koma með grænmeti sem því finnst best! Við munum skreyta leikskólann hátíðlega. Grænmetið verður svo skorið niður í drekasúpu eða notað sem skraut á árstíðarborðið. Fyrir hádegi búum við til drekabrauð og sverð úr brauðdeigi. Eftir matinn er riddarasaga á dagskrá og hvert barn getur tekið þátt í hugrekkisþraut. Það væri gaman ef allir gætu verið í rauðum bol í tilefni dagsins.
Á þessum árstíma erum við að safna reyniberjum og sauma berjabönd, búa til rabbabarasultu og tína laufblöð sem skraut í haustglugga. Sögur og söngvar snúast oftast um breytingar í náttúrunni, hugrekki og uppskeru. Það er mikilvægt að uppskera ávexti og grænmeti á þessum árstíma. Eins að huga að andlegri uppskeru og nota sem undirbúning fyrir kuldatíð og myrkrið sem umvefur okkur hægt og rólega á leið að jólahátíð ljóssins.
Mikjálsmessa er mikil upplifun í lífi barnsins og er oft talað allt árið um dreka, prinsessur og riddara sem lifa í litlu hjarta barnsins.
Náttúra, þina móðurlegu veru
Ber ég í vilja veru minni;
Og eldkraftur vilja míns
Styrkir andlega viðleitni mina,
Svo að hún fæði af sér sjálfsvitund,
Til að bera mig í mér.