Litlu jól skólans verða föstudaginn 20.desember n.k. Þá er skertur skóladagur, skólinn er opinn eins og venjulega frá kl 8:00 en svo er óhefðbundið starf þar sem bekkirnir eiga samverustund með kennaranum sínum og fá sér kakó og smákökur. Það má gjarnan koma í sparifötunum og taka með sér jólalegt nesti. Neðri hæðin skreytir svo jólatré og gengur í kring með söng og efri hæðin fer í sína árlegu jóla-kahoot spurningakeppni.
Skóladeginum lýkur kl 12:00 þennan síðasta dag fyrir jólafrí og er ekki boðið upp á frístund eftir hádegið.
Skólastarfið hefst síðan aftur þann 6. janúar.