Hvað er Marteinsmessa ?
Nú er ein hátíð Waldorfskólans. Marteinsmessa eða luktarhátíð, á föstudaginn kemur, þann 11. nóvember. Þá er gaman að segja frá því hver er tilgangur þessarar fallegu hátíðar í skólastarfinu okkar.
Frá Frakklandi kemur sagan af heilögum Marteini, sem var ungur maður
sem fór í gegnum borgarhlið í borginni Tours og sá þar betlara liggjandi.
Maðurinn var varla klæddur og honum ískalt. Þegar Marteinn sá hann tók
hann sverðið sitt og hjó skikkju sína í tvennt til að hlýja fátæka manninum.
Næstu nótt dreymdi Marteini draum, í draumnum sá hann engil sem var í
eins skikkju og hann gaf. Eftir þessa upplifun helgaði hann sig velgengi
allra burtséð frá samfélagslegri stöðu. Marteinn varð dýrlingur þeirra sem
minnst mega sín í þjóðfélaginu,betlara og útigangsmanna. Hann var þekktur fyrir að vera
hógvær, yfirlætislaus og að færa ljós og hlýju til þurfandi fólks.
Við stefnum nú í dimmasta tíma ársins og er þá en mikilvægara að tendra
hlýju og ljós í hjörtum okkar. Við söknum og langar í birtu og yl
sumarsins. Við upplifum oft sorg, einmanaleika, eyðingu og meira að segja
veikindi. Einhvernvegin getum við öll verið „betlarinn“ í sögu Marteins. Á
þessum tíma upplifum við okkur stundum einangruð eða hjálparþurfi.
Skikkja Marteins getur minnt okkur á að stíga fram og deila með þeim sem þurfa.
En afhverju gaf hann bara hálfa skikkju? Helmingurinn er gjöf jarðarinnar
(efnisleg næring) og hinn er gjöf himinins (örlætis andans). Þetta getum við tekið
með okkur þegar við leiðbeinum börnunum okkur í erfiðum aðstæðum í
skólanum eða hversdaglegum vandamálum heima. Hvað sem við gefum í
samböndum okkar, þegar við tökum þátt af öllu hjarta í samfélaginu okkar,
verður þetta innblástur og út frá því getur hinu góða rignt niður á jörðina.
Ljósin sem skína blíðlega í luktunum okkar leiða okkur til ljóssins á
aðventu spíralnum og áfram til sólstöðu og sýna að okkar innra ljós þarf
að skína enn bjartar á móti kuldanum.
Á meðan náttúran sefur,
verðum við að vera vakandi.
Sérstaklega á nú á tímum ættum við að reyna að deila léttum og hlýjum
tilfinningum, vera styðjandi við hvert annað og sýna umhyggju og samstöðu.
Í skólastarfinu minnum við okkur á þessa þætti í kringum 11. nóvember og hver bekkur
vinnur að sínum markmiðum í því að gefa og styðja.