Litlu jól grunnskóla Sólstafa verða haldin á föstudaginn, þann 17.des, sem er jafnframt síðasti kennsludagur haustannar. Yngri nemendur mæta eins og venjulega en nemendur frá 5-10.b mæta kl 9.00. Svo eiga nemendur notalega jólastund með kennurum og bekkjarfélögum. Skólaeldhúsið býður upp á kakó með rjóma og nemendur mega koma með sparinesti, smákökur og jólanasl. Eldri nemendur fara heim milli 10.30 og 11:00 en yngri nemendum frá 1-4.bekk, er boðið upp á lengda viðveru til kl 12.00 þann dag.
Skólahald hefst að nýju skv. stundaskrá þann 4. janúar 2022.
Gleðileg jól og gleðilegt nýtt ár!