Waldorfskólinn Sólstafir er off-venu staður á Airwaves í ár. Í ár erum við í samstarfi við mastersnema við tónlistardeild LHÍ (NAIP) og við tónlistarmanninn Svavar Knút. Skólinn fékk Hvatningarverðlaun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur 2018 fyrir verkefnið Lifandi tónlist í lifandi skólasamfélagi.
Með þessum viðburði gerir skólinn tilraun til þess að brúa bilið milli skólalífs og samfélags. Í Aðalnámskrá Grunnskóla er talað um að mikilvægt sé að tónlistin sé tengd öllu skólastarfi óháð námsgreinum. Þannig kynnist nemendur fjölbreyttri tónlist og tengingu hennar við líf og starf með ólíkri og lifandi nálgun. Með því að bjóða upp á tónlistarviðburð Iceland Airwaves á skólatíma gefst nemendum kostur á því að taka þátt í því sem er að gerast í samfélaginu og verða hluti af þeirri tónlistarmenningu sem fylgir hátíð sem þessari.
Dagskrá:
Miðvikudagur 6. nóvember
13:00-14:00 Moð úr miðöldum – afrakstur skapandi tónsmiðju, leidd af mastersnemum við tónlistardeild LHÍ (NAIP) í samstarfi við unglingadeild Waldorfskólans.
14:00-14:30 Darrii
14:30-15:00 Svavar Knútur og elstu nemendur skólans.
Fimmtudagur 7. nóvember
13:00-13:30 Dan Rose
13:30-13:45 Lamako
13:45-14:00 Eliott
14:00-14:30 Cryptochrome
Hér er linkur inn á heimasíðu Iceland Airwaves