Lífsleiknivika / Drekaleikurinn

Lífsleiknivika / Drekaleikurinn

Lífsleiknivikan okkar er nú að detta inn í næstu viku, frá þriðjudegi til föstudags. Þá munu allir bekkir nema 9-10.bekkur fara í grenndarskóginn okkar í Öskjuhlíð og setjast þar að í fjóra daga á skólatíma.

drekaleikur

 

Nemendur mæta í skólann eins og venjulega og leggjum við af stað frá skólanum um tíuleytið. Mikilvægt er að nemendur séu vel búnir til að vera í útinámi allan daginn.

Eldað verður og borðað úti þessa daga og á miðvikudegi tökum við á móti leikskólabörnum úr Waldorfleikskólunum líka.

Föstudaginn 2.október verður svo uppskeruhátíð í lok vikunnar og eru foreldrar velkomnir til okkar í hádeginu. Við borðum um 12:30 en það er velkomið að koma fyrr og taka þátt í leiknum.